Mál Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni
Kæru félagsmenn,
Eflaust hafa flest ykkar séð eða heyrt af úrslitum í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, í sem skemmstu máli þá staðfesti Landsréttur öll ákæruatriði og niðurstaðan var skýlaust Þóru í hag. Mikilvægi þessarar niðurstöðu er söngvurum afar mikilvæg, en ekki síður skiptir hún máli fyrir öll þau sem vinna á verksamningum í hvaða fagi sem er. Dómurinn staðfestir nefnilega að óheimilt sé að verksamningar séu gerðir um lægri greiðslur en gildandi kjarasamningar milli aðila kveða á um að kaupið skuli vera. Líklegt er að í náinni framtíð muni losna um ráðningarsambönd með innleiðingu „Harkhagkerfisins“ og ég spái að dómur Landsréttar muni verða stéttarfélögum mikilvægt vopn í baráttunni við að tryggja sanngjörn kjör. Til hamingju Þóra!
Hér má sjá dóminn:
Bestu kveðjur,
Gunnar Hrafnsson – formaður FÍH