Tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum!
Kæru félagsmenn,
við vekjum athygli ykkar á eftirfarandi tilkynningu frá Rannís:
„Tónlistarsjóður hækkaður um 50 milljónir vegna átaks ríkisstjórnar 2022
Viðspyrnuaðgerð ríkisstjórnarinnar hækkar fjárframlag til Tónlistarsjóðs um 50 milljónir til að efla slagkraft tónlistar eftir erfiða tíma og styðja við viðburðahald á árinu.
Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra
Veittir eru styrkir til almennrar tónlistarstarfsemi og til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki.
Styrkir úr Tónlistarsjóði eru veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki lengur en til eins árs í senn.
Umsóknartímabil er til 2. maí 2022 kl. 15.00.
Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á: rannis.is.
Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi á netfangið: tonlistarsjodur@rannis.is“
Munið að umsóknarfrestir í Tónlistarsjóð eru tvisvar á ári, í maí og nóvember.
Bestu kveðjur,
Starfsmenn FíH