FÍT – klassísk deild FÍH
F.Í.T. var stofnað árið 1940 og er fagfélag íslenskra tónlistarmanna, einleikara, einsöngvara og stjórnenda. Það er skipað um 170 félagsmönnum sem greiða árgjald til félagsins. Aðalfundur kýs 5 manna stjórn, og 3 varamenn, sem fundar mánaðarlega. Aðalfundir eru haldnir á vorin.
Félagið stendur fyrir ýmsum verkefnum í samvinnu við menningarstofnanir, tónleikahaldi á landsbyggðinni í samstarfi við FÍH og tónleikaröð í Norræna húsinu, Klassík í Vatnsmýrinni. Auk þess úthlutar félagið styrkjum til félagsmanna einu sinni á ári úr Hljómdiskasjóði félagsins með fjármagni frá Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda SFH.
Félagsmenn geta orðið tónlistarmenn (einleikarar; einsöngvarar; stjórnendur) sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
Viðkomandi skal hafa stundað ítarlegt tónlistarnám (háskólanám eða sambærilegt), vera virkur í íslensku tónlistarlífi og hafa hlotið ótvíræða viðurkenningu fyrir tónlistarstörf sín.
Tónlistarmenn sem falla undir þessa skilgreiningu eru hvattir til að sækja um aðild að F.Í.T. Nýir félagar eru teknir inn á stjórnarfundum sem haldnir eru mánaðarlega. Umsóknir þar sem fram kemur menntun og helstu störf á tónlistarsviðinu má senda í netpósti til félagsins fiston@fih.is, senda í pósti eða skila á skrifstofu F.Í.T. að Rauðagerði 27, 108 Reykjavík.
Umsóknareyðublað er hægt að sækja á www.fiston.is