Menningarsjóður

Umsóknareyðublað v. styrks úr Menningarsjóði FÍH

Reglugerð fyrir Menningarsjóð FÍH

Úthlutunarreglur Menningarsjóðs FÍH

a) Stjórn sjóðsins afgreiðir aðeins þær umsóknir sem innihalda skýr markmið og umbeðnar upplýsingar. Sjóðsstjórn er heimilt að leita eftir nánari upplýsingum ef þurfa þykir. Til að umsóknir fái umfjöllun og afgreiðslu verða þær að innihalda:

  • Nafn umsækjanda og kennitölu
  • Ítarlega lýsingu á verkefni
  • Skýra kostnaðaráætlun
  • Upplýsingar (eftir því sem við á) um hvenær tónleikahald, útgáfa, námskeið, tónleikaferðir eða tónlistarhátíðir fara fram

b) Nánari upplýsingar um styrki:

Tónleikastyrkir

Sjóðurinn veitir styrki til tónleikahalds, allt að 300.000 eftir umfangi.

Ef um óvenjustórt verkefni er að ræða getur stjórn greitt allt að tvöfaldri hámarksupphæð.

Tónlistarhátíðir

Styrkir vegna tónlistarhátíða eru tengdir umfangi og eru veittir að hámarki 3 ár í röð. Styrkir geta numið allt að 200.000 sé um óvenju stórt verkefni sé að ræða.

 

Tónlistarútgáfa/Upptökustyrkir

Styrkir vegna útgáfu tónlistar eru allt að 200.000 kr. Miðað er við að hver umsækjandi geti sótt um styrk á tveggja ára fresti (24 mánuðir). Upptökustyrksumsóknir, óháðar útgáfu, eru metnar.

Ferðastyrkir fyrir einstaklinga

Sjóðurinn veitir ferðastyrki árlega og eru þeir 55.000 kr. vegna ferðalaga til Evrópu og 65.000 kr. vegna ferðalaga til Ameríku.

Ferðastyrkir fyrir hópa

Ef um hópferð er að ræða verður hver aðili að sækja um fyrir sig og þá getur styrkur mest orðið 250.000 í heild.

c) Styrkþegi skal gefa stjórn sjóðsins nákvæma skýrslu að verkefni loknu, sé þess óskað