Strengjamót á Akranesi 10. – 12. október
Strengjamót verður haldið á Akranesi dagana 10. – 12. október 2025.
Gisting og máltíðir verða í Grundaskóla og hefst móttaka þar kl. 16:00 föstudaginn 10. október.
Æfingastaðir
Æft verður í leikskólanum Vallarseli, Grundaskóla, Þorpinu félagsmiðstöð, Tónlistarskólanum og Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA). Mótinu lýkur svo með tónleikum í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á sunnudeginum kl. 14:00.
Stjórnendur
Stjórnendur á mótinu eru:
- Gróa Margrét Valdimarsdóttir, Regnbogasveit
- Örnólfur Kristjánsson, Gul sveit
- María Weiss, Rauð sveit
- Guðmundur Kristmundsson, Græn sveit
- Hjörtur Páll Eggertsson, Blá sveit
Verðskrá
Mótsgjald er sem segir:
- með fullu fæði og gistingu er 27.500 kr.
- án fæðis og gistnar er 19.000 kr.
Systkinaafsláttur:
- Systkini 1:
- 25.000 kr.(fullt fæði og gisting)
- 16.500 kr. (án gistingar og fæðis)
- Systkini 2
- 22.000 kr. (fullt fæði og gisting)
- 13.500 kr. (án gistingar og fæðis)
Fararstjórar
- með fullu fæði og gistingu: 12.000 kr.
Hægt er að kaupa stakar máltíðir en það þarf að skrá sérstaklega og
- Verð: 2.000 kr.
Matur
Fullt fæði samanstendur af:
- Föstudagur – kvöldverður
- Laugardagur – morgunverður, hádegisverður, síðdegishressing, kvöldverður
- Sunnudagur – morgunverður, hádegisverður
Matartímar fara fram í Grundaskóla, síðdegishressing á laugardeginum veður þó á æfingastöðum og hádegisverður á sunnudeginum verður í íþróttahúsinu á Vesturgötu en þar verða einnig tónleikarnir.
Gisting
Gist verður í Grundaskóla í skólastofum. Mikilvægt er að taka með sér dýnu og allt tilheyrandi.
Mikilvægt er að vanda umgengni og að skólanum sé skilað eins og tekið er við honum.
Skráning
Skráning fer fram í gegnum forms. Linkurinn er:
- Hópumsókn: https://forms.gle/43vJC2zNJ94JNadFA
- Einstaklingsumsókn: https://forms.gle/diXqxd655JkoyZfdA
Umsóknarfrestur er til og með 20. september
Greiðsla þarf að berast eigi síðar er 26. september
Greiðslukvittun þarf að senda á strengjamotakranes@gmail.com þar sem kemur fram fyrir hvern/hvaða skóla greiðslan er.
Greiðsluupplýsingar:
Skólahljómsveit Akraness
Kt. 640292-2539
Banki: 0552-26-646493
Nótur:
Nótur eru aðgengilegar á: https://drive.google.com/drive/folders/1vdnKWmRB-0-p0gf0K7GzT-IG70-RQ8xU?usp=share_link
Mikilvægt er að allir nemendur séu með nóturnar útprentaðar og í möppu.
Statíf og blýantar þurfa að vera meðferðis og allt vel merkt.
Annað:
Það er mjög mikilvægt að fararstjórar séu með öllum nemendum. Við bjóðum ekki upp á gæslu og við miðum við ca 8 – 10 nemendur á hvern fararstjóra. Við berum enga ábyrgð á nemendum og því búumst við við því að forráðamaður/fararstjóri fylgi nemendum.
Við reynum af fremsta megni að koma til móts við matarofnæmi og ef við getum ekki orðið við því þá verðum við viðkomandi innan handar við að leysa matarmál. Stefnt er að því að hafa staðgóðan næringarríkan mat sem flestir geta borðað og að hafa glútein- og mjólkurlausa möguleika. Ofnæmi þarf að koma fram við skráningu.
Við erum með 2 hópa á facebook tengda mótinu, hver með sinn tilgang:
- Almennur upplýsingahópur fyrir alla, foreldra, kennara, fararstjóra og nemendur ef við á: https://www.facebook.com/groups/229513944587322/
- Hópur fyrir (einungis) strengjakennara, vettvangur fyrir kennara til að spyrja spurninga o.s.frv.: https://www.facebook.com/groups/3501039513524358/
Formleg dagskrá mótsins verður svo send út þegar nær dregur.
Endilega ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Netfangið okkar er strengjamotakranes@gmail.com og einnig má hafa samband í síma 8352021 (Úlla) og 7761517 (Hekla)