Ókeypis hagnýt viðskiptanámskeið fyrir listamenn – könnun á vegum þriggja norrænna háskóla
Til okkar hafa leitað kennarar við Háskólann á Akureyri, Nord-háskóla í Noregi og Listadeild Háskólans í Lapplandi sem eru nú að þróa frí örnámskeið sem aðgengileg verða á Veraldarvefnum fyrir listamenn tengt viðskiptum.
Þau leitast við að vita hvað þú sem listamaður gætir viljað fá út úr slíkum námskeiðum sem myndi þá gagnast þér í þínu starfi sem listamaður.
Markmiðið með þessu er að búa til þau námskeið sem listamenn telja nauðsynleg og bjóða þau frítt á sérstökum vef verkefnisins.
Ef þú tekur þátt í þessari örstuttu könnun færðu boð um að þiggja námskeiðin um leið og þau verða tilbúin.
Fylgdu hlekknum og segðu okkur hvað þú vilt vita meira um: https://nettskjema.no/a/585990
eða notaðu QR kóðann:
Sem stofnun sem vinnur með listamönnum hvetjum við þig til að taka þátt í könnuninni um þarfir þínar fyrir einföld og hagnýt námskeið tengt viðskiptum.
Með fyrirfram þökk og bestu kveðjum,
Fjóla Björk Karlsdóttir
Háskólinn á Akureyri
Aðrir tengiliðir háskólanna í þessu verkefni:
Dr. Kjartan Sigurðsson
Háskólinn á Akureyri
Dr. Bjørn Willy Åmo
Háskólinn í Bodø
Kærar kveðjur / Kind regards,
Fjóla Björk Karlsdóttir
Aðjúnkt / Adjunkt
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Sími / Phone: + 354 898 3387
E-mail: fjolabjork@unak.is
