Hagnýt jákvæð sálfræði með Steinunni Birnu – Námskeið í boði fyrir félagsmenn
HAGNÝT JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI
Á námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar og aðferðir Jákvæðrar sálfræði sem er ætlað að efla vellíðan og árangur. Þær eru byggðar eru á vísindalegum rannsóknum og þátttakendur geta tengt beint við starfsvettvang sinn í tónlist. Fræðigreinin byggir m.a. á rannsóknum á því hvað einkennir þá sem gengur vel og ná að nýta möguleika sína til þess að upplifa hamingju og velgengni í lífi og starfi.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:
✔Gagnreyndar aðferðir, sem hafa það að markmiði að efla velsæld og sjálfsþekkingu.
✔ Helstu hugtök fræðigreinarinnar og hvernig þau geta nýst í markmiðasetningu og persónulegri stefnumótun.
✔Hvernig við getum virkjað aukinn drifkraft í lífi og starfi.
✔ Vel rannsakaðar aðferðir til þess að bæta líðan og hamingju.
Ávinningur námskeiðsins:
✔Aukin þekking á helstu áhrifaþáttum á hamingju og heilsu.
✔ Ýmis bjargráð til þess að rækta eigin vellíðan og bregðast við áskorunum.
✔ Betri innsýn í starfsemi heilans og áhrifum álags og streitu.
Námskeiðið nýtist þeim sem hafa áhuga á að kynnast helstu hugtökum og aðferðum Jákvæðrar sálfræði sem efla vellíðan og hæfni til þess að mæta áskorunum og álagi með vísindalega rannsökuðum leiðum til árangurs.
Umsögn;
Steinunn Ragnarsdóttir hefur starfað sem píanóleikari og verið meðal leiðandi stjórnenda í menningarlífi landsins um árabil. Árið 2018 lauk hún þriggja ára Fellowship námi í skapandi stjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Maryland og Executive Leadership námi frá Harvard Business School árið eftir. Steinunn hefur einnig lokið diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og starfar sem stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi. Hún hefur viðurkennd starfsréttindi í LEGO®SERIOUS PLAY® aðferðinni og kemur reglulega fram á ráðstefnum þar sem hún tekur þátt í umræðum og heldur m.a. erindi um skapandi stjórnun og leiðir til velferðar og árangurs.
Nokkrar umsagnir frá þátttakendum;
“ Steinunn hefur mikla reynslu sem stjórnandi og veitti mér mikinn innblástur!”
“ Ég eignaðist nýja þekkingu á námskeiðinu, sem ég er spennt að byrja að nota”
“ Námskeiðið gaf mér meira sjálfstraust og trú á eigin getu”
“ Frábært námskeið sem virkilega opnaði hugann og gaf mér kraft og orku.”