Skapandi Tónlistarstjórnun 2025-Haustnámskeið
undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths
Haustnámskeið í skapandi tónlistarstjórnun eru sívinsæll liður í upphafi nýs starfsárs hjá tónlistarkennurum, tónmenntakennurum og stjórnendum kóra og hljómsveita. Tímanum verður skipt á milli praktískra ferla og umræðna, þar sem hópurinn mun kryfja viðfangsefnin, spyrja spurninga og ræða hvernig hægt væri að þróa efnivið áfram og aðlaga að þeirra eigin starfsumhverfi.
Hópurinn mun á stundum vinna saman sem ein heild eða skiptast niður í smærri einingar, fyrir stutt verkefni sem kynnt verða jafnóðum.Samfélagið sem myndast á þessum skemmtilegu námskeiðum er nánast jafn mikilvægur liður og verkefnin, en þar hittast fagaðilar frá hinum ýmsu hliðum tónlistarstarfs á Íslandi og bera saman bækur sínar.
Hér eru upplýsingar um námskeiðið: