FÍH – Námskeið í umsóknargerð

FÍH býður félagsmönnum upp á námskeið í umsóknargerð í sjóði, svo sem  Tónlistarsjóð og Listamannalaun.

Umsóknarferlið getur virkað flókið og því nauðsynlegt að fá aðstoð við gerð umsókna til að stuðla að betri árangri. 

 

Námskeiðið verður haldið mánudaginn 29.september kl 19:00 

i Vestursal FÍH – Rauðagerði 27.

Námskeiðið er frítt fyrir félagsmenn 

Vinsamlegast skráið ykkur á fih@fih.is

 

Leiðbeinandi er Sveinn Snorri Sverrisson

Sveinn hefur að baki mikla reynslu í rekstri, mannauðstjórnun og verkefnastjórnun.

 

Hann er menntaður heimspekingur og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. 

Hann hefur í 15 ár aðstoðað tónlistarmenn við styrkjaumsóknir og umsóknir til listamannalauna með góðum árangri.

Þá hefur hann á undanförnum fjórum árum tekið að sér umboðsmennsku fyrir tónlistarmenn og komið á sambandi við útgefendur, markaðsfyrirtæki og bókunarfyrirtæki undir merkjum Snorri Management.

 

Sveinn Snorri stendur að baki Snorri Management, sem sérhæfir sig í umboðsmennsku fyrir jazztónlistarmenn sem hafa það að markmiði að koma sér á framfæri erlendis með nýtt efni til útgáfu og dreifingar á erlendri grundu.

Þá hefur hann tekið að sér skipulagningu og bókanir á tónleikaferðalögum fyrir bæði innlenda og erlenda tónlistarmenn.

 

Gagnlegt og spennandi námskeið hér á ferð og við hvetjum áhugasama að nýta sér þetta einstaka tækifæri.