Fréttir
-
12.4.2018
Íslenski tónlistar-iðnaðurinn í tölum
Á síðasta ári tóku sig saman STEF og SFH undir hatti Samtóns og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, öðru nafni ÚTÓN, og settu af stað með atfylgi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins rannsókn um tekjur tónlistarfólks og hagrænt umhverfi tónlistargeirans á íslandi. Rannsóknin var unnin af Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Erlu Rún Guðmundsdóttur fyrir rannsóknarsetur skapandi greina í HÍ. […]
Lesa alla frétt -
12.4.2018
Breytingar á Reykjavík Loftbrú. Færri og stærri styrkir
Stjórn Reykjavíkur Loftbrúar hefur samþykkt breytingar á áherslum og umfangi sjóðsins. Í stað smærri mánaðarlegra úthlutanna í formi farmiða verður úthlutun sjóðsins nú ein á ári þar sem valin verða allt að fimm verkefni úr hópi umsækjenda, sem fá veglegt tveggja milljóna króna gjafabréf sem hægt verður að nota að vild í ferðir og aukafarangur […]
Lesa alla frétt -
21.3.2018
Íslensku tónlistarverðlaunin – Verðlaunahafar og flokkar
Opinn Flokkur / Þjóðlagatónlist / Kvikmynda- og leikhústónlist Plata ársins – Þjóðlagatónlist Snorri Helgason – Margt býr í þokunni Plata ársins – Opinn flokkur Valgeir Sigurðsson – Dissonance Plata ársins í Kvikmynda- og leikhústónlist Daníel Bjarnason – Undir trénu Lag ársins/Tónverk ársins í Opnum flokki Hósen Gósen eftir Egil Ólafsson og Sigurð Bjólu Plötuumslag ársins […]
Lesa alla frétt -
26.2.2018
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna kynntar
Það var margt að gerast í tónlistarlífinu í fyrra og þegar litið er yfir tilnefningar í ár er gott að sjá að íslenskt tónlistarlíf stendur traustum fótum. Tónlistarárið 2017 var fengsælt og fjölbreytt svo ekki sé meira sagt. Útgáfur voru margar og greinilegt að íslenskir tónlistarmenn og útgefendur höfðu í nógu að snúast enda voru […]
Lesa alla frétt -
19.12.2017
Er kórsöngur ekki menning?
Er kórsöngur ekki menning? Kári Allansson skrifar: Þann 15. desember síðastliðinn birtist frétt á Vísi og bar fyrirsögnina Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands. Inntak fréttarinnar er það að nefnd um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar samþykkti endurgreiðslu á 25% af framleiðslukostnaði vegna sjónvarpsþáttanna Biggest Loser en ekki var samþykkt að endurgreiða þennan hluta framleiðslukostnaðar […]
Lesa alla frétt -
15.9.2017
Gunnar Hrafnsson Heiðursfélagi FÍH
Þessi ungi maður er orðinn 60 ára og trúi því hver sem vill. Í tilefni þess að hann hefur náð þessum merka áfanga í lífi sínum og starfað fyrir Félag íslenskra hljómlistarmanna í heil 27 ár ákvað stjórn félagsins að gera hann að heiðursmeðlimi FÍH. Gunnar á miklar þakkir skildar fyrir það að hafa gefið […]
Lesa alla frétt -
3.3.2017
Íslensku tónlistarverðlaunin 2016
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í gær. Veitt voru verðlaun í rúmlega 30 flokkum, en flest verðlaun hlaut rapparinn Emmsjé Gauti, eða fimm talsins. Íbúar Hörpu hlutu allir verðlaun á hátíðinni. Stórsveit Reykjavíkur var valin Tónlistarflytjandi ársins í flokknum djass/blús Einstaklega metnaðarfull og fjölbreytt verkefni á árinu. Stórsveitin hefur verið öflug í […]
Lesa alla frétt -
17.2.2017
Íslensku tónlistarverðlaunin 2016
Þann 16. febrúar var tilkynnt hverjir það eru sem fá tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016. Það er óhætt að segja að 2016 hafi verið árið hans Emmsjé Gauta en hann hlaut alls níu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem er glæsilegur árangur. Í flokki dægurtónlistar voru fleiri áberandi en Kaleo var atkvæðamikil og hlaut sex tilnefningar, […]
Lesa alla frétt -
7.2.2017
MÍT – Menntaskóli í tónlist
MÍT – MENNTASKÓLI Í TÓNLIST er nýr framhaldsskóli stofnaður af Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. Skólinn tekur til starfa haustið 2017. Boðið er upp á nám í bæði rytmískri tónlist (jazz, popp og rokktónlist) og klassískri tónlist. Skólinn býður upp á NÝJAR OG ÁHUGAVERÐAR NÁMSLEIÐIR Í TÓNLIST og geta nemendur lokið stúdentsprófi með tónlist sem […]
Lesa alla frétt -
10.1.2017
Vetrarþing FÍH 21. janúar
Vetrarþing FÍH Þann 21. janúar næstkomandi mun kennaradeild FÍH standa fyrir vetrarþingi í sal FÍH í Rauðagerði 27. FÍH vill með þinginu stuðla að faglegri umræðu um tónlistarkennslu og bjóða kennurum að taka þátt í dagskrá sem tekur á mikilvægum málefnum sem snúa að tónlistarmenntun. Vetrarþingið getur jafnframt nýst sem hluti af símenntunaráætlun tónlistarskólanna. […]
Lesa alla frétt