Íslenska óperan – Einsöngvarar – 2024

Samningur milli FÍH og Íslensku óperunnarum kaup og kjör söngvara

Uppfærður 1. febrúar 2024


Söngvari skal ráðinn í hlutverk sem hér segir:

A. flokkur: Stórt hlutverk

B. flokkur: Meðalhlutverk

C. flokkur: Lítil hlutverk


Mánaðarlaun á æfingartíma Laun fyrir sýningu
A. Stórt hlutverk kr. 852.507 kr. 153.436
B. Meðalhlutverk kr. 682.004 kr. 119.334
C. Lítil hlutverk kr. 511.506 kr. 85.231

Gera skal skriflegan ráðningarsamning við alla einsöngvara sem ráðnir eru í hlutverk hjá ÍÓ, minnst 8 vikum áður en æfingar hefjast í því formi sem aðilar koma sér saman um.

ÍÓ skal senda FÍL og FÍH lista yfir þá sem að hafa verið ráðnir í viðkomandi verkefni og yfirlýsingu um að ekki verði greidd lægri laun en samningur þessi segir til um.

Fyrir sérlega stór hlutverk skal semja sérstaklega

Ef æfingartími reynist lengri en einn mánuður, greiðast laun sem hlutfall af mánaðarlaunum, miðið við dagafjölda.

Ef um endurupptöku er að ræða greiðast æfingarlaun sem hlutfall af mánaðarlaunum.

Söngvara skulu tryggð ekki færri en 6 sýningarlaun á verkinu.

Allar greiðslur samkvæmt samningi þessum er tengdar launavísitölu (desember 2009 366,5 og desember 2010 383,1 stig; des. 2011 418,2 stig; des. 2014 494,6. des. 2016 592,2. Des. 2017 632,8. Des 2018 670,7. Des 2019 700,7. Des 2020 751,2. Des. 2021 806,0. Des. 2022 905,6. Des. 2023 966,3.

Hámarksæfingatími á viku má vera 24 klst. Æfingar skulu aðeins vera 6 daga í viku á tímabilinu 09:00- 23:00 og má hámarkslengd daglegra æfinga vera 6 klst.

Tveimur vikum fyrir frumsýningu hefur Íslenska óperan svigrúm til að breyta út frá gr. 5.2 og skal þá greiða 1.33% af mánaðarlaunum fyrir hverja unna yfirvinnustund.

Leikstjóri/ hljómsveitarstjóri ákveður í samráði við listamenn hvenær gerð skulu hlé á æfingum. Á 2 klst.

æfingu skal veita 10 mínútna hlé. Á 3ja klst. æfingu skal veita 15 mínútna hlé. Standi æfing í 4 klst. Ber að gera 20 mínútna hlé. Heimilt er að skipta hléi þessu í tvo hluta og skal það gert í samráði við listamennina.

Leitast skal við að æfingatafla liggi frammi minnst þremur vikum áður en hún tekur gildi. Breytingar á æfingatöflu skal tilkynna með minnst viku fyrirvara. Ef óviðráðanlegar ástæður koma upp, er heimilt að afboða æfingu með 24 klst fyrirvara, að öðrum kosti skal æfingin greidd. Æfingar með æfingastjóra skal ákveða í samráði við söngvara.

Söngvari skal vera laus frá æfingu a.m.k. 7 klst áður en sýning sem hann tekur þátt í hefst.

Söngvara er skylt að taka þátt í sýningu hvaða dag sem er meðan óperan starfar. Undantekningar eru þó: aðfangadagur jóla, jóladagur, gamlaársdagur, nýársdagur, föstudagurinn langi, laugardagurinn fyrir páska, páskadagur, laugardagur fyrir hvítasunnu, hvítasunnudagur og 17. júní.

Sýningar skal boða með minnst 2 vikna fyrirvara. Heimilt er að afboða sýningu með minnst 24 klst. fyrirvara. Ef sýning er ekki afboðuð með tilskyldum fyrirvara skal greiða sýningarkaup.

Ofan á öll laun skv. samningi þessum skal greiða 10.17% orlof, 1% í sjúkrasjóð viðkomandi stéttafélags (FÍH eða FIL) og 0.25% í orlofsheimilasjóð sama stéttafélags.

Í Ó greiðir 6% af launum í Söfnunarsjóð Lífeyrisréttinda/ og eða ALVÍB á móti 4% iðgjaldi söngvara og skal standa skil á þeim iðgjaldagreiðslum í samræmi við reglugerð sjóðanna.

Söngvari sem ræður sig í hlutverk hjá ÍÓ en syngur opinberlega á annarra vegum á gildistíma ráðningarsamnings, skal hafa um það samráð við óperustjóra.

Taki söngvari þátt í tveimur sýningum sama daginn ber að greiða honum 60% álag fyrir seinni sýninguna.

Meðlimir FÍL og FÍH eiga rétt á frímiða á þær sýningar sem ekki er uppselt á einni og hálfri klst. fyrir sýningu