Kjarasamningur tónlistarskólakennara í FÍH við samband sveitafélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag íslenskra hljómlistarmanna gera með sér svofellt samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila

Tónlistarkennarar FÍH_kjarasamningur 2023-2024_LOK.

Kjarasamningur tónlistarkennara_1.1. 2022 til 31.3. 2023

FÍH_heildarkjarasamningur tónlistarkennara 2020-2021

Kjarasamningur tónlistarkennara 1.1.2021 – 31.12. 2021 (15.12. 2020)

Aðrar launatöflur kennara FÍH-01.01.2022

Aðrar launatöflur kennara FÍH-1.4.2022

Aðrar launatöflur kennara frá 1.12. 2023

___________________________________________________________________________

Ákvæði kjarasamninga aðildarfélaga BHM um hagvaxtarauka komu til framkvæmda 1. apríl 2022.

Þetta þýðir að kauptaxtar hækkuðu um 10.500 krónur frá og með 1. apríl.

Hljóðfæragjald_vorönn_2022 til greiðslu 1.6. 2022

  1. 1. FRAMLENGING GILDANDI KJARASAMNINGA

    Kjarasamningur aðila framlengist frá 31.3. 2023 með þeim breytingum sem í samkomulagi þessu felast og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.

  2. 2. MÁNAÐARLAUN

    Grein 1.1.1 breytist svo:
    Föst mánaðarlaun tónlistarkennara, sem gegnir fullu starfi, skulu greidd samkvæmt launatöflu A-1.
    Launatafla tónlistarkennara 1.1. 2022 – 31.3. 2023

  3. 3. GREIN 1.2.2: UM RÁÐNINGARHLUTFALL

    Við grein 1.2.2. um ráðningarhlutfall bætist skýringarkassi og hljóðar greinin þá svo:
    Tónlistarskólakennari, sem ráðinn er til kennslu, sem er að lágmarki 25% af fullri kennslu, sbr. grein 2.1.6.2, taki föst mánaðarlaun.
    Vinnuveitanda er heimilt að víkja frá þessu lágmarki og ráða tónlistarkennara í fast starf óháð starfshlutfalli telji hann það nauðsynlegt.

  4. 4. GREIN 1.3.1: STARFSHEITI

    Starfsheiti Lýsing L.fl.
    Tónlistarkennari I Hefur ekki lokið framhaldsprófi í tónlist 115
    Tónlistarkennari II Hefur lokið framhaldsprófi í tónlist skv. aðalnámskrá tónlistarskóla, stúdentsprófi eða öðru lokaprófi úr framhaldsskóla á 3. hæfniþrepi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla með tónlist sem aðalnámsgrein (að lágmarki 90 fein.) 121
    Tónlistarkennari III Hefur lokið kennaraprófi, BMprófi, B.Ed. prófi með tónmenntarvali eða sambærilegu 180 ECTS eininga háskólanámi í tónlist. 127

    Eftirfarandi skýring gildir til 30. nóvember 2018: Þeir sem lokið hafa einleikaraprófi, burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða hlotið samsvarandi menntun raðast ennfremur sem tónlistarskólakennari III. Einnig þeir sem ráðnir hafa verið í Sinfóníuhljómsveit Íslands eða sambærilegar atvinnuhljómsveitir að undangengnu prufuspili.

  5. 5. GREIN 1.4.3: LAUN SKÓLASTJÓRA

    Grein 1.4.3 breytist svo:
    Föst mánaðarlaun skólastjóra sem gegnir fullu starfi skulu greidd samkvæmt launatöflum skólastjóra í fylgiskjali B-1:
    Launatafla skólastjórnendur 1.1. 2022 – 31.3. 2023

    Útgefin launatafla hverju sinni nær yfir alla launaflokka sem miðað er við í kjarasamningi þessum.

    Stig skóla Launaflokkur Stig skóla Launaflokkur
    0 410 400 424
    24 411 500 425
    40 412 600 426
    60 413 700 427
    80 414 850 428
    100 415 1000 429
    125 416 1150 430
    150 417 431
    175 418 432
    200 419 433
    225 420 434
    250 421 435
    300 422 436
    350 423
  6. 6. GREIN 1.4.6: UM VIÐBÓTARLAUNAFLOKKA VEGNA PRÓFA SKÓLASTJÓRNENDA

    Eftirfarandi grein 1.4.6. um viðbótarlaunaflokka vegna prófa skólastjórnenda tók gildi frá og með 1. ágúst 2016 og hljóðar svo:
    Hafi skólastjórnandi, aðstoðarskólastjóri eða deildarstjóri lokið formlegu 60 ECTS eininga prófi diplóma á háskólastigi, sem nýtist í starfi, hækkar hann um einn launaflokk. Viðbótarmenntun vegna diplómaprófs samkvæmt ofangreindu er mest metin til eins launaflokks.
    Hafi skólastjórnandi lokið meistaraprófi á háskólastigi, sem nýtist í starfi, hækkar hann um tvo launaflokka til viðbótar.
    Viðbótarmenntun vegna diplóma og meistaraprófs er mest metin til þriggja launaflokka. Einingar eru aldrei tvítaldar.
    Hafi skólastjórnandi lokið doktorsprófi, sem nýtist í starfi, hækkar hann um þrjá launaflokka til viðbótar.
    Hækkun samkvæmt grein þessari skal taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um námið.

  7. 7. GREIN 1.4.7: VIÐBÓTARLAUNAFLOKKAR VEGNA STJÓRNUNARREYNSLU

    Eftirfarandi gildir frá 1. september 2020.

    1.4.7.1           Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar fá eftirfarandi viðbótarlaunaflokka vegna stjórnunarreynslu í tónlistar-, lista-, grunn-, leik-, framhalds- og/eða háskóla:

    • Einn launaflokkur eftir 5 ára stjórnunarreynslu.
    • Einn launaflokkur eftir 10 ára stjórnunarreynslu.
    • Tveir launaflokkar eftir 15 ára stjórnunarreynslu.
    • Einn launaflokkur eftir 20 ára stjórnunarreynslu.

    Grein þessi veitir að hámarki 5 viðbótarlaunaflokka. Kennsluferil allt að 10 árum skal meta með sama hætti og um stjórnunarreynslu væri að ræða.

    Eingöngu er metinn kennsluferill í leik-, grunn-, framhalds- og/eða háskólum vegna kennslustarfa eftir að viðkomandi lauk háskólaprófi.

    Metinn er kennsluferill við tónlistar- og listaskóla meðan viðkomandi stjórnandi starfaði sem tónlistarskólakennari III (áður tónlistarskólakennari IV). 

    Skilyrði er að starfsmaður hafi verið ráðinn í 50% til 100% fast starfshlutfall við kennslu.

    Hækkun skal taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður skilar staðfestum gögnum frá fyrri vinnuveitendum um starfsreynslu sína.

    Til að fá starfsreynslu sína metna samkvæmt ákvæðinu sem tekur gildi 1. september 2020 skal starfsmaður hafa lagt fram fullnægjandi gögn um starfsreynslu sína fyrir 10. febrúar 2021.

    Ef starfsmaður leggur fram gögn síðar en 10. dag mánaðar fær hann starfsreynslu sína metna frá og með næstu mánaðamótum.

    1.4.8              Skólahljómsveitir

    1.4.8.1           Skólahljómsveitir, reknar sem sjálfstæðar einingar, skulu skilgreindar sem fullgildir tónlistarskólar í kjarasamningnum. Ekki verði gerður greinarmunur á skólahljómsveitum og öðrum tónlistarskólum hvað varðar samninginn í heild sinni eða einstakar greinar hans.

  8. 8. GREIN 1.5.2: LAUN MILLISTJÓRNENDA

    Grein 1.5.2 breytist svo:

    1.5.2.1           Föst mánaðarlaun aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra sem gegna fullu starfi skulu greidd samkvæmt launatöflum skólastjórnenda B-2 í fylgiskjali 1.

    Launatafla B-2, gildistími: 1. janúar 2021 til 31. desember 2021.

    Útgefin launatafla hverju sinni nær yfir alla launaflokka sem miðað er við í kjarasamningi þessum.

    Um lágmarkshvíld, sjá gr. 2.4 og fylgiskjal 2 með samningi þessum.

    Eftirfarandi gildir frá 1. ágúst 2018.

    Stjórnunarhlutfall Stig skóla Aðstoðarskólastjóri lfl. Deildarstjóri lfl.
    <30% að 125 413 412
    frá 126 414 413
    30 – 49% að 225 415 414
    frá 226 416 415
    50 – 74% að 325 417 416
    frá 326 418 417
    75 til 100% frá 725 419 418
    frá 726 420 419

    Grunnlaun millistjórnanda skulu að lágmarki vera 3% hærri en mánaðarlaun sem hann ella fengi sem tónlistarskólakennari skv. ákvæðum 1.3 í þessum kjarasamningi.

    1.5.3              Kennsla umfram kennsluskyldu

    Eftirfarandi gildir frá 1. ágúst 2018.

    1.5.3.1           Sé millistjórnanda falin kennsla umfram kennsluskyldu skal hún greidd með tímakaupi í yfirvinnu (1,0385%) af launaflokki 413, sbr. gr. 1.4.2.

    Vinna millistjórnenda utan dagvinnumarka, vaktaálag:

    Vaktaálag til millistjórnenda fyrir hverja klst. skal vera 33,33% af tímakaupi í dagvinnu í l.fl. 413 á tímabilinu 17:00–24:00 mánud.–fimmtud. Á tímabilinu frá kl. 17:00–24:00 föstud. og frá kl. 00:00–08:00 mánud.–föstud. svo og á tímabilinu 00:00–24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga, greiðist 55,00% álag. Á stórhátíðardögum, sbr. grein 2.1.4.3 greiðist 90% álag. Brot úr klukkustund greiðist hlutfallslega.

  9. 9. EINGREIÐSLUR Á SAMNINGSTÍMANUM

    Grein 1.6.2 hljóði svo:
    Sérstök eingreiðsla, kr. 58.200, greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

  10. 10. GREIN 1.10: ANNARUPPBÓT

    Kennari/stjórnandi í fullu starfi skal fá greidda annaruppbót (persónuuppbót) í lok hverrar annar, þ.e. 1. desember og 1. júní. Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 31. desember. Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og starfstíma.
    Annaruppbót 1. júní 2022 kr. 96.000,-
    Annaruppbót 1. desember 2022 kr. 96.000,-

  11. 11. GREIN 2.1.6.2: SKIPTING VINNUTÍMA

    Skólastjóri ráðstafar vinnu kennara til þeirra faglegu starfa og verkefna sem starfsemi tónlistarskólans kallar á. Árlegur vinnutími tónlistarskólakennara í fullu starfi nemur 1.800 klst. að meðtöldum kaffitímum og vinnuhléum sem teljast 212 klst.
    Árleg vinna á skóladögum (kennslutíma) nemenda skiptist þannig frá 1. mars 2016:
    Grunnnám:
    Kennsla 720 klst.
    Tónleikar og tónfundir 88 klst.
    Önnur fagleg störf 566 klst.
    Miðnám:
    Kennsla 659 klst.
    Tónleikar og tónfundir 96 klst.
    Önnur fagleg störf 619 klst.
    Framhaldsnám:
    Kennsla 582 klst.
    Tónleikar og tónfundir 110 klst.
    Önnur fagleg störf 682 klst.
    Með öðrum faglegum störfum er átt við undirbúning og úrvinnslu kennslu, æfingar og annað það sem skólastjóri ákvarðar.
    Auk þess er vinna kennara við undirbúning og frágang fyrir og eftir kennslutíma 8 dagar eða 64 klst.
    Þeim tíma sem vantar upp á fulla vinnuskyldu skal varið til undirbúnings- og símenntunar að hámarki 102 klst., utan starfstíma skóla.
    Tími til tónleika og tónfunda miðast við að fjöldi tónleika (undirbúningur innifalinn) sé í grunnnámi 11, í miðnámi 12 og í framhaldsnámi 13.

  12. 12. GREIN 2.1.6.4: SAMKENNSLA OG NEMENDUR Í HLUTANÁMI

    Vegna annarrar umsjónar en kennslu, sem vegur þyngra vegna nemenda í hlutanámi eða samkennslu skal koma til greiðsla álags með stuðlinum 1,1315.
    Kennslustund í samkennslu uppreiknast með stuðlinum 1,1315.
    Álag vegna hlutanemenda reiknast á þann mínútufjölda sem vantar upp á að kennsla nemenda nái 60 mínútum sbr. eftirfarandi:

    a: Kennslutími nemenda á viku b: Mínútur með álagi a + (b x 0,1315): Uppreiknaður kennslutími kennara
    60 0 60
    55 5 55,7
    50 10 51,3
    45 15 47
    40 20 42,6
    35 25 38,3
    30 30 33,9
    25 35 29,6
    20 40 25,3
  13. 13. GREIN 5.3.2: AKSTUR TIL OG FRÁ VINNU

    Þann 1. ágúst 2016 breytist grein 5.3.2. og hljóðar þá svo:
    Starfsmaður skal sækja vinnu til fasts ráðningarstaðar (heimastöðvar) á eigin vegum og í tíma sínum.
    Í þeim tilfellum sem kennari innir vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur eða fleiri tónlistarskólum (starfsstöðvum), sem reknir eru af sama vinnuveitanda, skal gera ráð fyrir þeim akstri við skipulag vinnutíma. Heimilt er að breyta kennsluskyldu kennara og þeim tíma sem hann ver til annarra faglegra starfa til að skapa það svigrúm sem kennari þarf til að komast milli starfsstöðva án viðbótargreiðslu og innan dagvinnumarka. Ef heimild til breytinga á kennsluskyldu og faglegum störfum er ekki nýtt skal greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða. Ferðakostnaður skal greiddur skv. akstursdagbók. Ganga skal frá skriflegu samkomulagi um ofangreint í upphafi skólaárs.
    Heimilt er að semja nánar um hvernig ákvæði greinar þessarar skuli framkvæmd í einstökum tilfellum svo og ef um sérstakar aðstæður er að ræða.

  14. 14. GREIN 13.4: STARFSMENNTUNARSJÓÐUR

    Sérstakur sjóður skal stuðla að aukinni starfsþróun kennara og skólastjórnenda sem aðild eiga að kennaradeild Félags íslenskra hljómlistarmanna. Úr sjóðnum skal úthlutað til félagsmanna skv. starfsreglum sem samningsaðilar hafa sett í sameiningu um styrki til starfsþróunar félagsmanna.
    Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í sjóðinn sem nemur 1,82% af föstum dagvinnulaunum.
    Það fjármagn 0,1% sem greitt hefur verið skv. bókun 1 frá 1. maí 2014 inn á bankareikning myndar hækkun á framlagi launagreiðanda til sjóðsins frá 1. janúar 2016.

  15. 15. GREIN 12.1: SAMSTARFSNEFND BREYTIST SVO:

    12.1.1 Hlutverk samstarfsnefndar
    Samstarfsnefnd er formlegur vettvangur samskipta samningsaðila á gildistíma kjarasamnings. Nefndin hefur það hlutverk að fjalla um framkvæmd og túlkun kjarasamnings, úrskurða í ágreiningsmálum og vinna úr bókunum með kjarasamningi milli kjaraviðræðna.
    Starf samstarfsnefndar liggur að jafnaði niðri meðan kjaraviðræður standa yfir.
    12.1.2 Skipan samstarfsnefnda
    Samningsaðilar hvor um sig skipa þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd og þrjá til vara. Aðilar tilkynni gagnaðila formlega um skipan fulltrúa í nefndinni.
    12.1.3 Framlagning erinda og málsmeðferð
    Erindum sem vísað er til úrskurðar samstarfsnefndar ber að fylgja greinargerð, ásamt tilheyrandi fylgiskjölum, þar sem ágreiningsefni eru skilgreind og sjónarmið hlutaðeigandi aðila eru rakin. Áðurnefnd gögn skulu berast samstarfsnefnd a.m.k. þrem dögum fyrir boðaðan samstarfsnefndarfund.
    12.1.4 Ákvarðanir og úrskurðir samstarfsnefnda
    Samstarfsnefnd skal að jafnaði svara erindum innan fimm vikna frá því að þau voru fyrst borin formlega fram á fundi nefndarinnar.
    Verði samstarfsnefnd sammála um niðurstöðu gildir hún frá og með næstu mánaðamótum eftir að erindið var fyrst kynnt gagnaðila með sannanlegum hætti, nema annað sé sérstaklega ákveðið.

  16. 16. SAMNINGSFORSENDUR OG ATKVÆÐAGREIÐSLA

    14.1.1. Samningsaðilar skulu bera samning þennan, ásamt bókunum og fylgiskjölum, upp til afgreiðslu fyrir 23. desember 2020. Hafi gagnaðila ekki borist tilkynning um niðurstöðu fyrir kl. 16:00 þann 23. desember 2020 skoðast samningurinn samþykktur.

  17. BÓKANIR, sjá heildarkjarasamning

    1. Eldri bókanir: BÓKUN 1 [2016]
      Starfsmenntunarsjóður FÍH

      Samningsaðilar eru sammála um að á samningstímanum verði skipaður starfshópur sem tekur starfsreglur Starfsmenntunarsjóðs FÍH til endurskoðunar með það að markmiði að símenntun félagsmanna styðji sem best við framþróun tónlistarskóla og faglegt starf tónlistarskólakennara. Framlag sem nemur 0,1 % samkvæmt bókun 1 frá árinu 2014 skal vera skilgreint sem framlag til deildar vegna sértækrar starfsþróunar. Stefna skal að því að nýjar reglur taki gildi eigi síðar en í upphafi skólaárs 2016 – 2017.

    2. BÓKUN 2 [2016]
      Útgáfa heildarkjarasamnings

      Aðilar eru sammála um að samstarfsnefnd hefji sem fyrst undirbúning vegna útgáfu heildarkjarasamnings og hann komi út um leið og kostur er.

    3. BÓKUN 3 [2016]
      Vegna breytinga á kennsluskyldu frá 1. mars 2016

      Vegna breytinga á kennsluskyldu frá og með 1. mars 2016 er skólastjóra tónlistarskóla heimilt að ráðstafa því viðbótarkennslumagni sem myndast hjá hverjum stjórnanda og kennara í vinnu með nemendum og bætist sú vinna við vinnuskyldu út skólaárið. Tíminn skal reiknast hlutfallslega og skal miða við starfstíma skóla. Leitast skal við að ákveða hvernig og hvenær tímanum er varið í samráði við hlutaðeigandi kennara og stjórnendur.

  18. ELDRI BÓKANIR:

    BÓKUN V [2006]
    Endurröðun í starfsheiti

    Samstarfsnefnd getur að fenginni ósk tónlistarskóla ákveðið að raða í starfsheitið tónlistarskólakennari IV þeim einstaklingum sem vegna reynslu sinnar, þekkingar og færni eru ráðnir til kennslu eða prófdæmingar á efstu stigum tónlistarnáms.

  19. FYLGISKJAL I A: LAUNATÖFLUR TÓNLISTARSKÓLAKENNARA

    Mánaðarlaun tónlistarskólakennara og gegna fullu starfi, skulu greidd skv. eftirfarandi launatöflum:

    1. Launatafla A-2
    2. Tónlistarkennarar launatafla A-2 1.1.2021 – 31.12. 2021
  20. FYLGISKJAL I B: LAUNATÖFLUR SKÓLASTJÓRA

    Mánaðarlaun skólastjóra sem gegna fullu starfi, skulu greidd skv. eftirfarandi launatöflum:
    Launatafla I, gildistími: 1. ágúst 2015 til 31. maí 2016
    Launatafla II, gildistími: 1. júní 2016 til 31. maí 2017

    Launatafla II-B Skólastjórnendur, gildistími 1.júní 2017 – 31.mars 2019
    (Launatafla III, gildistími: 1. júní 2017 til 31. maí 2018 fellur niður)
    )Launatafla IV, gildistími: 1. júní 2018 til 31. mars 2019 fellur niður))

    1. Launatafla I, II og II-BII-B:Skólastjórar deildar- og aðstoðarskólastj. mánaðarl. 1 júní 2017I og II :

    2. Launatafla III, IV og II-BII-B gildistími 1.júní 2017 – 31.maí 2019Skólastjórar deildar- og aðstoðarskólastj. mánaðarl. 1 júní 2017______________________________________________________
  21. FYLGISKJAL I C: LAUNATÖFLUR MILLISTJÓRNENDA

    Mánaðarlaun aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra sem gegna fullu starfi, skulu greidd skv. eftirfarandi launatöflum:

    Millistjórnendur, launaröðun frá 1.júní 2017

    Skólastjórar deildar- og aðstoðarskólastj. mánaðarl. 1 júní 2017

    __________________________________________________
    Launatafla I, gildistími: 1. ágúst 2015 til 31. maí 2016

    F_H_SNS kjarasamningur 17 feb 2016_LOK Sam_ykktur8