Þjóðleikhús – Kjarasamningur 2023

KJARASAMNINGUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA F.H. RÍKISSJÓÐS OG FÉLAGS ÍSLENSKRA HLJÓMLISTARMANNA um þóknun til hljómlistarmanna fyrir hljóðfæraleik á leiksýningum, við æfingar og upptökur í Þjóðleikhúsi

  1. 1. Forgangsréttur til starfa

    1.1 Forgangsréttur.
    Meðlimir í Félagi íslenskra hljómlistarmanna skulu hafa forgangsrétt til alls hljóðfæraleiks í leiksýningum á vegum Þjóðleikhúsins. Undanskilin forgangsrétti þessum eru þó leikhljóð sem ekki teljast listrænn hljómlistarflutningur. Veita má undanþágu frá ofannefndu ákvæði um forgangsrétt ef um gestasýningar er að ræða eða ef eigi fæst innlendur hljómlistarmaður til starfans.

    1.2 Skriflegur ráðningarsamningur.
    Meðlimir í Félagi íslenskra hljómlistarmanna skulu hafa forgangsrétt til alls hljóðfæraleiks í leiksýningum á vegum Þjóðleikhúsins. Undanskilin forgangsrétti þessum eru þó leikhljóð sem ekki teljast listrænn hljómlistarflutningur. Veita má undanþágu frá ofannefndu ákvæði um forgangsrétt ef um gestasýningar er að ræða eða ef eigi fæst innlendur hljómlistarmaður til starfans. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við hvern hljómlistarmann áður en æfingar hefjast. Ráðningarsamningur skal gerður í því formi sem aðilar verða ásáttir um. Þjóðleikhúsinu ber að tilkynna FÍH bréflega hvaða hljómlistarmenn eru ráðnir í viðkomandi sýningu. FÍH skuldbindur sig til að fullgildir meðlimir þess haldi samning þennan.

  2. 2. Laun: breyting og framlenging á kjarasamningi aðila  1.4. 2023

    Þjóðleikhússamningur 1.4. 2023

    2.1. sýningar- og æfingarlaun.

    Ef sýning 1 er sýnd oftar en einu sinni sama dag skal greiða 75% af sýningarlaunum fyrir hverja sýningu umfram eina.
    2.2 Hljóðfæragjald, fatnaður.

    Hljómlistarmanni ber að leggja sér til hljóðfæri og íklæðast viðeigandi fötum. Ef farið er fram á að hljóðfæraleikarar klæðist sérstökum klæðnaði greiðist fatagjald að fjárhæð kr. 961,- fyrir hverja sýningu. Gjald þetta miðast við vísitölu neysluverðs án húsnæðis og skal taka breytingum skv. henni á sama tíma og kauptaxti breytist.
    2.2.1 Fyrir hvert aukahljóðfæri greiðast 2.065 kr. fyrir hverja æfingu og sýningu. Gjald þetta miðast við vísitölu neysluverðs án húsnæðis og skal taka breytingum skv. henni á sama tíma og kauptaxti breytist.
    2.3 Stórhátíðaálag

    Á stórhátíðum greiðist 25% álag á kaup skv. gr. 2.1.1 og 2.1.2.2.4 Neðangreint reiknast af launum skv. gr. 2.1.1, 2.1.2. og 2.3:

    1. 10,17% orlofsfé. Við 30 ára aldur reiknast 11,59% orlofsfé og við 38 ára aldurreiknast 13,04%.

    2. 1% sjúkrasjóðsgjald

    3. 0,25% orlofsheimilasjóðsgjald

    4. Lífeyrissjóðsgjald er skiptist þannig: 4% greiðir viðkomandi hljómlistarmaður, 11,5% greiðir launagreiðandi.

  3. 3. Um vinnutíma

    3.1 Með viðveru í grein 2.1.1 er átt við staðinn vinnutíma hljómlistarmanna svo og undirbúningstíma/heimavinnu. Hljómlistarmanni ber skylda til að mæta a.m.k. 20 mínútum fyrir leiksýningar til vinnu. Standi æfing lengur en 6 klst. reiknast hver byrjaður 1⁄2 tími kr. 3.562. Hið sama gildir um sýningu umfram 4 klst. Greiðsla þessi tekur sömu prósentu hækkunum og í grein 2.1.3.

    3.2 Með æfingu í grein 2.1.2 er átt við tímalengd æfinga svo sem fram kemur í greininni og ber hljómlistarmanni að mæta vel undirbúinn til æfinga.

    3.3 Hvíldir á æfingum:
    Hvíldir á æfingum verði með svofelldum hætti:
    Standi æfing í 2 tíma, skal taka 10 mínútna hvíld.
    Standi æfing í 3 tíma, skal taka 15 mínútna hvíld.
    Standi æfing í 4 tíma, skal taka 20 mínútna hvíld.
    Standi æfing í 5 tíma, skal taka 25 mínútna hvíld.
    Standi æfing í 6 tíma, skal taka 30 mínútna hvíld.
    Skipta má hvíldum ef aðilar eru sammála um það.
    Á æfingum þar sem eingöngu fer fram hljóðfæraleikur, skal heimilt að bæta 5 mínútum við ofangreindar hvíldir í hverju tilviki fyrir sig.
    Hljómlistarmaður skal mæta stundvíslega til æfinga að loknum hvíldartíma.

  4. 4. Hljóðritanir

    4.1 Notkun hljóðritana.
    Fyrir notkun hljóðritana í leiksýningu greiðist hljómlistarmanni 30% af sýningarkaupi. Ef hljóðritun er eingöngu notuð á undan leiksýningu (forleikur) og tónlistin óháð leikritinu sjálfu, greiðist 20% af sýningarkaupi. Fái hljómlistarmaður greitt sýningarkaup, sbr. grein 2.2, skal ekki jafnframt greiða honum fyrir notkun hljóðritunar í leiksýningunni.

    4.2 Óheimil notkun hljóðritana.
    Óheimil er notkun hljóðritunar eftir að verkfall hefur verið boðað. Óheimil er notkun hljóðritunar á æfingum án leyfis hljómlistarmanns.

    4.3 Æfing fyrir hljóðritun.
    Fyrir æfingu vegna hljóðritunar greiðist skv. gr. 2.1.2.

  5. 5. Sýningar utan Reykjavíkur

    5.1 Laun vegna sýninga utan Reykjavíkur.
    Vegna sýninga utan Reykjavíkur, skal um launagreiðslur fara skv. gr. 2.1.

    5.2 Hljóðfæragjald.
    Um greiðslu hljóðfæragjalds á sýningarferðum fer skv. gr. 2.2.

    5.3 Fæði og gisting.
    Á ferðalögum skulu hljómlistarmenn fá ókeypis fæði og gistingu eins og tíðkast hjá opinberum starfsmönnum.

  6. 6. Ýmis ákvæði

    6.1 Boðun og afboðun æfinga og sýninga.
    Að jafnaði skal boða til æfinga með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara og afboða með 24 klst. fyrirvara.
    Nú er sýning ekki afboðuð með umsömdum fresti og skal þá greiða hljómlistarmanni 15% af sýningarlaunum. Þetta gildir þó ekki ef um algerlega óviðráðanlegar orsakir er að tefla og hljómlistarmanni er gert viðvart í tíma. Náist ekki í hljómlistarmann og hann mætir reiðubúinn að hefja störf, greiðast laun skv. 1. málslið þessara mgr.

    6.2 Greiðsla leikaralauna.
    Hefji hljómlistarmaður æfingar um leið og leikarar, má með samþykki hans greiða honum leikaralaun. Greiðsla leikaralauna er háð samþykki FÍH. Sýningarkaup skal þó eigi vera lakara en samningur þessi kveður á um.

    6.3 Flutningur á stórum hljóðfærum.
    Fyrir flutning á stórum hljóðfærum, s.s. kontrabassa, trommusettum o.s.frv., milli heimilis og vinnustaðar greiðist skv. framvísuðum reikningi.

    6.4 Útvarps- og/eða sjónvarpsupptökur.
    Heimilt er Þjóðleikhúsi að láta útvarpa og/eða sjónvarpa allt að 12 mínútum upptökum af æfingu eða leiksýningu í kynningarskyni endurgjaldslaust ef hljómlistarmaður þarf ekki að mæta sérstaklega. Upptökum þessum skal lokið eigi síðar en 4 klst. eftir að sýning hófst.

  7. 7. Tryggingar

    7.1 Tjón á hljóðfæri.
    Þjóðleikhúsið skuldbindur sig til að bæta tjón sem verður á hljóðfærum í eigu hljómlistarmanna meðan á leiksýningum og æfingum stendur vegna þjófnaðar og skemmda og gildir það einnig um tjón sem þriðji aðili (óviðkomandi) veldur. Sama gildir um hljóðfæri sem Þjóðleikhúsið samþykkir að taka í geymslu fyrir hljómlistarmenn meðan á leiksýningum stendur.
    Hljómlistarmaður skal tilkynna Þjóðleikhúsinu um tjónið strax og við verður komið

    7.2 Tjón á persónulegum munum.
    Verði hljómlistarmaður sannanlega fyrir tjóni á algengum nauðsynlegum fatnaði og munum við vinnu, s.s. úrum, gleraugum o.s.frv., skal það bætt samkvæmt mati.
    Slík tjón verða einungis bætt ef þau verða vegna óhappa á vinnustað. Eigi skal bæta tjón ef það verður vegna gáleysis eða hirðuleysis hljómlistarmannsins.

    7.3 Atvinnuslysatryggingar.
    Um atvinnuslysatryggingar hljómlistarmanna fer skv. gildandi kjarasamningi ASÍ og SA

  8. 8. Veikindi og vinnuslys

    8.1 Vinnuslys eða atvinnusjúkdómur.
    Í hverju slysa- eða sjúkdómstilfelli sem orsakast við vinnu eða af henni, greiði Þjóðleikhús æfinga/sýningakaup í 4 vikur. Hljóðfæragjald greiðist ekki í veikindum.
    Vinnuveitandi skal kosta flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss og endurgreiða honum eðlilega útlagðan kostnað í allt að 4 vikur í hverju tilfelli, annan en þann sem almannatryggingar greiða.

    8.2 Veikindaréttur.
    Í veikindatilfellum öðlast hljómlistarmaður eitt sýningarkaup, eins og það kann að vera á hverjum tíma, fyrir hverjar 40 klst. sem hann hefur unnið í Þjóðleikhúsi eða í þágu þess. Þó skal aldrei greitt fyrir fleiri en 10 sýningar í hverju tilfelli.
    Veikindi ber að sanna með læknisvottorði, sé þess krafist.

  9. 9. Gildistími

    9.1 Gildistími
    Kjarasamningur þessi gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samkomulagi þessu felst og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.