Tilkynningar
-
12
-
18.11.2016
Almenni lífeyrissjóðurinn, fyrstu skrefin að fyrstu fasteign
Fyrstu skrefin að fyrstu fasteign þriðjudagur 22. nóvember kl. 20:00 í bíósal hótels Natura Almenni lífeyrissjóðurinn og Viðskiptablaðið boða til opins fundar um ný lög um stuðning við kaup á fyrstu fasteign og önnur atriði sem koma sér vel fyrir fólk sem vill eignast þak yfir höfuðið. Skoðið nánar og boðið komu ykkar með því […]
Lesa alla frétt -
11.11.2016
Hrafn Pálsson er látinn
Hrafn Pálsson, fyrrverandi skrifstofustjóri og hljómlistarmaður, lést miðvikudaginn 2. nóvember, 80 ára að aldri. Hrafn var fæddur í Reykjavík 17. maí 1936, sonur hjónanna Margrétar Árnadóttur (1907-2003) og Páls Kr. Pálssonar (1912-1993), organista í Hafnarfirði. Hrafn ólst að mestu upp í Reykjavík en bjó um tíma í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Edinborg á meðan faðir hans […]
Lesa alla frétt -
9.11.2016
FIM þingi í Belgrad er nýlokið
Nú um helgina (10.-13. nóvember) lauk þingi FIM (alþjóðasambands tónlistarstéttarfélaga) en þar komu saman evrópsku aðildarfélögin til að ræða sín brýnustu hagsmunamál. Stórt hagsmunamál vegur þungt í umræðunni, en þar er um að ræða hversu miklar hömlur flugfélög leggja á að tónlistarmenn geti ferðast með hljóðfæri. Tilkoma lággjaldaflugfélaga og hert samkeppni hefur gert hljóðfæraflutninga […]
Lesa alla frétt -
28.10.2016
Listaklíník Reykjavíkur
“FÍH og Listaklíník Reykjavíkur, nýstofnaður hópur heilbrigðisstarfsfólks sem sérhæfir sig í þjónustu og meðhöndlun listafólks, hafa hafið samstarf með það að leiðarljósi að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir félagsmenn FÍH. Listaklíník Reykjavíkur er staðsett í húsakynnum Gáska sjúkraþjálfunar í Bolholti 8 og er móttakan í höndum Kára Árnasonar sjúkraþjálfara. Tímapantanir eru í síma 568-9009 […]
Lesa alla frétt -
26.10.2016
Sjóðsfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM athugið !
Umsóknir og gögn sem miðast við almanaksárið 2016 þurfa að berast rafrænt í síðasta lagi 9. desember næstkomandi. Sama gildir um gögn vegna umsókna sem þegar hafa borist. Styrkumsóknir eru afgreiddar í hverjum mánuði. Umsóknir og fullnægjandi gögn sem berast í síðasta lagi 9. eru greiddar út 24.-26. dag sama mánaðar. Umsóknir […]
Lesa alla frétt -
24.10.2016
Styrkir til evrópskra tengslaneta í Creative Europe – umsóknarfrestur 25. nóvember
Styrkir til evrópskra tengslaneta í Creative Europe – umsóknarfrestur 25. nóvember Markmiðið er að styðja netin og aðildarfélög til evrópsks samstarfs. Netin stuðla að fjölbreytni á sviði tungumála og menningar, styrkja samkeppni, skiptast á og deila margvíslegri reynslu. Netin samanstanda af minnst 15 aðildarfélögum frá 10 evrópulöndum (þar af 5 frá ESB löndum) Næsti umsóknarfrestur […]
Lesa alla frétt -
24.10.2016
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu 2017
Stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu árið 2017. Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og/eða tónlistarhópa. Sjá auglýsingu hér fyrir neðan:
Lesa alla frétt -
24.10.2016
Samstöðufundur á Austurvelli kl. 15:15 í dag mánudaginn 24. október
Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýra fundi. Kynslóðir kvenna ávarpa fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar; Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM; Una Torfadóttir, ungur femínisti; og Justyna […]
Lesa alla frétt -
14.10.2016
Velkomin heim – ný tónleikaröð
Velkomin heim – ný tónleikaröð á vegum FÍT og FÍH í samstarfi við Hörpu Á sunnudaginn hefst ný tónleikaröð innan Sígildra sunnudagar í Hörpu. Þessi röð hefur hlotið nafnið Velkomin heim og skapar vettvang fyrir unga tónlistarmenn til tónleikahalds í Hörpu. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld sem lokið hafa námi erlendis fá hér tækifæri til að […]
Lesa alla frétt -
11.10.2016
Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist
Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast frá Alþingi Íslendinga að frumvarp um Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist varð nú fyrir hádegi að lögum sem taka gildi 1. janúar 2017. Frumvarpið má lesa hér: http://www.althingi.is/altext/145/s/1621.html Í stuttu máli má segja að þessi lög tryggi útgefendum tónlistar endurgreiðslu 25% hljóðritunarkostnaðar sem fellur til við hljóðritagerð […]
Lesa alla frétt